Nýjustu möguleikar þessa vefs og aðrar tilkynningar
Þann 3. október 2024 var bætt við merkimiða nr. 400.000.
Af því tilefni var ákveðið að tileinka hann Chewbacca vörninni sem South park gerði vinsæla.
Þann 28. mars 2024 var bætt við merkimiða nr. 300.000.
Matcluck, hinn einfaldi lögmanns-landsbyggðarkjúklingur, prýðir hann.
Þann 21. janúar 2024 var bætt við merkimiða nr. 200.000.
Ákveðið var að Lionel Hutz, hinn seinheppni lögmaður, myndi prýða hann.
Þann 21. júlí 2021 var bætt við merkimiða nr. 100.000.
Ákveðið var að Joan Ruth Bader Ginsburg, fyrrum dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, myndi prýða hann.
Þann 16. febrúar 2021 var bætt við merkimiða nr. 50.000.
Benjamin Matlock, einn besti lögmaður allra tíma, prýðir hann.
Hægt er að fá aðeins gagnvirkara viðmót á Laganámunni sem notar með góðfúslegu leyfi þær upplýsingar sem finna má hér.
Sá vefur er hvorki á vegum né ábyrgð Gamallra prófa.
Settur hefur verið upp samræmingarvettvangur á Íslensku Wikipediu með lista yfir ýmis lögfræðihugtök.
Ein aðferð við að muna betur námsefnið, svo sem á lokaprófi, er að skrifa um það á opinberum vettvangi.
Annar kostur er að mögulegur misskilningur á hugtaki er líklegur til að verða leiðréttur ef annað fólk getur farið yfir hann.
Þau sem treysta sér ekki í eigin skrif geta notfært sér listann og þær greinar sem komnar eru til að rifja upp námsefnið.